Í laugardagsblaði Morgunblaðsins 18. janúar var rætt við Þorberg Hjalta Jónsson skógfræðing um möguleika í iðnviðarræktun hérlendis, en líka hjón sem rækta slíkan skóg.
Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 20. janúar var sagt frá möguleikum þess að kynda húsin í Grímsey með íslenskum viði.
„Þetta er nú stærsta fura sem ég hef séð!“ var sagt um furu eina í Sequoia-þjóðskóginum í sunnanverðum Sierra Nevada fjöllum í Kaliforníu. Þröstur Eysteinsson heldur áfram að fjalla um risa meðal trjáa.
Birki hefur sótt mjög mikið fram á aurum Krossár undanfarna tvo áratugi og víðar á Þórsmerkursvæðinu. Myndir Hreins Óskarssonar, skógarvarðar á Suðurlandi, segja meira en mörg orð.
Ný alþjóðleg rannsókn bendir til þess að hjá flestum trjátegundum aukist vöxturinn eftir því sem þau eldast og þau haldi því áfram af fullum krafti að binda kolefni. Þetta kollvarpar þeirri almennu hugmynd að kolefnisbinding detti niður að mestu þegar tré hafa náð ákveðinni stærð og aldri.