Rúnar Ísleifsson skógverkfræðingur hefur verið ráðinn skógarvörður á Norðurlandi frá og með 1. apríl næstkomandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Fjórir sóttu um og af þeim var Rúnar metinn hæfastur. Rúnar tekur við starfinu af Sigurði Skúlasyni sem verið hefur skógarvörður á Vöglum frá 1987.
Útlit er fyrir að tvær kísilmálmverksmiðjur rísi á Íslandi á næstunni til viðbótar við verksmiðju Elkems á Grundartanga. Með þessu stóreykst notkun á viðarkurli í stóriðju hér á landi og í því gætu falist miklir möguleikar fyrir skógrækt á Íslandi.
Nýútkomin skýrsla Rúnars Ísleifssonar, skógræktarráðunautar Skógræktar ríkisins, um kurlkyndistöð í Grímsey er nú aðgengileg á vefnum.
Sigurður Ingi Friðleifsson, forstöðumaður Orkuseturs, var á línunni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 mánudaginn 13. janúar. Rætt var við hann um nýútkomna skýrslu Skógræktar ríkisins um hagkvæmni kurlkyndingar fyrir byggðina í Grímsey.
Jónas Haraldsson ritstjóri skrifar um skógrækt í leiðara Fréttatímans í dag, 10. janúar 2013, og tilefnið er bókin Skógarauðlindin sem kom út í haust.