Skógrækt á mikla möguleika í lífhagkerfinu
Á morgunfundi ThinkForest-verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum Evrópuþingsins í Brussel í gær, 13. nóvember, var rætt um þá möguleika sem atvinnugreinar byggðar á skógum eiga í þróuninni til lífhagkerfisins. Einnig voru þau vandamál til umræðu sem loftslagsbreytingarnar bera með sér og það mikilvæga hlutverk sem skógarnir geta gegnt í þeirri baráttu.
14.11.2014