Skógardagurinn mikli á morgun
Hin árlega hátíð, Skógardagurinn mikli, verður haldinn með hefðbundnu sniði á morgun, laugardaginn 25. júní, í Mörkinni á Hallorsmsstað. Spáð er sól og hita og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum. Meðal þeirra sem sýna listir sínar á hátíðinni verður norski listamaðurinn Arne Askeland sem notar keðjusög til að skera út fugla og ýmislegt fleira úr trjábolum.
24.06.2016