Skógræktin óskar að ráða til sín fagmálastjóra. Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skógrækt innanlands og utan og er tilbúinn til að takast á við umfangsmikil verkefni í krefjandi og breytilegu umhverfi. Fagmálastjóri heyrir beint undir skógræktarstjóra og verður hluti af framkvæmdaráði stofnunarinnar.
Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á skógarauðlindasviði stofnunarinnar. Skógarauðlindasvið sinnir meðal annars verkefnum tengdum rekstri þjóðskóganna og skógrækt á lögbýlum. 
Skógræktin óskar eftir að ráða sviðstjóra á Samhæfingarsviði stofnunarinnar. Samhæfingarsvið er nýtt svið innan Skógræktarinnar sem  fæst við stjórnsýslu, skipulagsmál, kynningarmál og fræðslu á sviði skógræktar.
http://annualreport2015.cifor.org/?utm_source=June%202016&utm_campaign=ANNUAL%20REPORT%202015&utm_medium=email Sjá tölvupóst ...
Brumbrot er aðferð sem beita má til að þétta furutré og gera þau bústnari og betri jólatré. Júnímánuður er rétti tíminn til að brjóta brum á furu og snemmsumars má líka gefa furunni niturríkan áburð til að hún fái fallegri lit. Dagatal jólatrjáabóndans leiðbeinir ræktendum um þau verk sem vinna þarf á ólíkum tímum ársins. Nú fyrr í mánuðinum var haldinn í Frakklandi sumarfundur samtaka jólatrjáaræktenda í Evrópu, CTGCE.