Lög um Skógræktina samþykkt samhljóða á Alþingi
Í hádeginu í dag var frumvarp um nýja skógræktarstofnun tekið til þriðu umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá þinginu með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrir þingmenn tóku til máls auk þess sem umhverfis- og auðlindaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Öll lýstu þau ánægju sinni með málið og sögðu sameiningarstarfið vera til fyrirmyndar. Hin nýja stofnun, Skógræktin, tekur til starfa 1. júlí.
02.06.2016