Fyrsti framkvæmdaráðsfundur Skógræktarinnar haldinn í gær
Í gær, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn fyrsti fundur framkvæmdaráðs Skógræktarinnar, Þar var rætt um þau meginmarkmið að ná meiri og betri árangri í skógrækt. Ákveðið var að næstu skref í skipulagningu nýrrar stofnunar yrðu að ræða við starfsfólk um framtíðarstörf þeirra, með bæði væntingar þeirra og þarfir Skógræktarinnar í huga. Fundir verða haldnir á komandi vikum með starfsfólki á hverjum vinnustað. Auglýst hefur verið eftir sviðstjóra rannsóknasviðs og á næstu dögum verður auglýst eftir nýjum skógarverði á Suðurlandi.
12.08.2016