Staða skógarvarðar á Suðurlandi laus til umsóknar
Skógræktin óskar eftir að ráða skógarvörð á Suðurlandi. Leitað er að öflugum einstaklingi með háskólapróf í skógfræði eða skógverkfræði. Skógarvörðurinn ber ábyrgð á daglegum rekstri þjóðskóganna á Suðurlandi, aflar sértekna, m.a. með úrvinnslu og sölu skógarafurða, sinnir málefnum ferðafólks, sér um eignir og tæki, áætlanir, úttektir og fleira. Skógarvörður heyrir undir skógarauðlindasvið stofnunarinnar.
18.08.2016