Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir skógartengd verkefni
Fjögur verkefni sem tengjast skógrækt og skógarnytjum hlutu styrki úr Uppbyggingarsjóði Austurlands sem nýlega tilkynnti um úthlutun ársins 2016. Greinilegt er að skógarauðlindin sem nú er að sýna sig fyrir alvöru á Austurlandi er uppspretta ýmissa hugmynda um nýtingu skógarafurða til atvinnuuppbyggingar og verðmætasköpunar.
08.03.2016