Íslendingar standa á þröskuldi nýs upphafs í skógrækt
Stór hluti fagfólks í skógrækt á Íslandi kom saman á Egilsstöðum dagana 19.-20. janúar af margföldu tilefni. Fagnað var sjötugsafmæli Jóns Loftssonar sem lét af störfum um áramótin og haldin ráðstefna honum til heiðurs en jafnframt hittist starfsfólk Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt á sameiginlegum starfsfmannafundi vegna væntanlegrar sameiningar í nýja stofnun, Skógræktina. Um þetta er ítarleg umfjöllun í Bændablaðinu sem kemur út í dag.
28.01.2016