Ólík viðbrögð trjátegunda við þurrkum
Ný rannsókn sem gerð var við Washington-háskóla sýnir að nöturösp og gulfura á þurrkasvæðum í Colorado bregðast við þurrkinum með ólíkum hætti. Gulfura lokar sér og hættir að vaxa en nöturösp herðir sig og reynir sem lengst að halda vexti áfram. Rannsóknir á viðbrögðum trjátegunda við afleiðingum loftslagsbreytinga eru mikilvægar til að bregðast megi sem best við þeim breytingum sem á skógunum verða.
04.01.2016