Hvaðan eru lifandi jólatré?
Í Bændablaðinu sem kom út skömmu fyrir jól birtist grein eftir Else Møller, skógfræðing og skógarbónda í Vopnafirði þar sem hún veltir upp ýmsum ókostum þess að flytja inn lifandi jólatré, hvað þá gervijólatré, og sömuleiðis kostum þess að landsmenn velji tré sem ræktuð eru innanlands. „Að kaupa íslenskt jólatré er ein leið til að stuðla að sjálfbærni, minnka óþarfa gjaldeyrissóun og styrkja íslenska ræktendur um allt land,“ skrifar Else í grein sinni.
12.01.2016