Mikil fjölgun tjaldgesta í Hallormsstaðaskógi
Tjaldgestum fjölgaði mikið í Hallormsstaðaskógi í sumar og í september voru gistinætur um 50% fleiri en í fyrra. Vel hefur viðrað til útiverka í skóginum í haust og senn verður farið að fella jólatré. Ungverskur skógfræðinemi dvelur nú á Hallormsstað og vinnur að meistaraverkefni um vindfall í skógi á Íslandi og náttúrulega endurnýjun skóga á svæðunum eftir vindfall.
02.11.2017