Vel gekk í morgun að fjarlægja stóra steina úr Esjuhlíðum sem talin voru ógn við öryggi göngufólks á svæðinu.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur tekið í notkun nýja sérhæfða dráttarvél fyrir vinnu í skógi og útkeyrsluvagn með krana til sömu nota.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid gerðu Hallormsstaðaskóg að einum viðkomustaða sinna í opinberri heimsókn sinni á Fljótsdalshérað og Borgarfjörð eystra nú í vikunni. Guðni mátaði sig við höggmynd af sjálfum sér sem skorin var út með keðjusög daginn áður en hann var kjörinn forseti.
Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, á aðild að grein í Nature um árhringjarannsóknir sem leiða í ljós nýja vitneskju um áhrif tveggja geimatburða sem urðu á jörðinni árin 774 og 993. Viðburðir þessir ollu snöggri hækkun á kolefni-14 í andrúmsloftinu. Nú hefur með hlutlægum hætti verið sýnt fram á áreiðanleika og nákvæmni aldursgreininga með aðferðum árhringjafræðinnar.
Skógræktin og Landgræðsla ríkisins fá stórt hlutverk í kolefnisbindingu samkvæmt aðgerðaáætlun í loftslagsmálum eins og fram hefur komið hér á skogur.is. Fjallað er um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í öllum íslenskum fjölmiðlum. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að vinna sé þegar hafin við að undirbúa kolefnisbindingu næstu tveggja ára. Efla þurfi rannsóknir á bindingu og losun og gróðrarstöðvar þurfi að auka framleiðslu.