Bosníufuran Italus er elsta tré sem vitað er um í Evrópu. Með samspili árhringjarannsókna, rannsókna á rótum og geislakolsmælingum hafa vísindamenn reiknað út að tréð sé líklega 1.230 ára gamalt. Það hafi því vaxið upp af fræi tæpri öld áður en Ingólfur Arnarson nam land á Íslandi.
Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, hefur verið skipaður í nefnd sem fengið hefur það hlutverk að vinna að umhverfisstefnu íslensks landbúnaðar.
Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, skógarbændur í Múlakoti Fljótshlíð, skrifa skemmtilega sögu í Bændablaðið 2. ágúst af því hvernig viður úr gömlum reynitrjám í Múlakoti varð að fallegum húsgögnum fyrir garðinn í Múlakoti með góðu samstarfi við skógarbændur á Giljalandi Skaftártungum og Skúla Jónsson, smið frá Þykkvabæ.
Breytingar hafa nú orðið á útgáfumálum Landssamtaka skógareigenda. Tímaritið Við skógareigendur kemur ekki lengur út heldur skrifa skógarbændur nú reglulega í Bændablaðið um ýmis skógarmálefni. Fyrsta greinin birtist í blaðinu 2. ágúst og þar skrifar Björn Halldórsson, sauðfjár- og skógarbóndi á Valþjófsstöðum í Núpasveit um sauðfjárbændur, samningana og skuldina við landið. Einnig er í sama tölublaði grein um samvinnu sunnlenskra skógarbænda um viðarnytjar.
Gróðursetning í Hekluskógum hefur gengið vel í sumar þrátt fyrir rysjótta tíð. Á vef verkefnisins kemur fram að gróðursett hafi verið í vor og fram á sumar og aftur verði tekið til við gróðursetningu í lok ágústmánaðar. Alls er stefnt að gróðursetningu rúmlega 300 þúsund birkiplantna í ár á athafnasvæði Hekluskóga.