Elsta tré Evrópu
Bosníufuran Italus er elsta tré sem vitað er um í Evrópu. Með samspili árhringjarannsókna, rannsókna á rótum og geislakolsmælingum hafa vísindamenn reiknað út að tréð sé líklega 1.230 ára gamalt. Það hafi því vaxið upp af fræi tæpri öld áður en Ingólfur Arnarson nam land á Íslandi.
10.08.2018