Samvinna og samskipti lykilorðin í starfsemi arborets
Stofnun arborets eða fræðilegs trjásafns yrði mikilvægt innlegg í trjá- og skógræktarstarfið hérlendis að mati sérfræðinga frá erlendum arboretum sem töluðu á kynningarfundi um væntanlegt arboret í landi Mógilsár við Kollafjörð. Forstöðumaður eins þekktasta arborets í heiminum segir að samstarf og samskipti við önnur trjásöfn sé grundvallaratriði í starfi slíkra safna.
29.06.2018