Opinn fræðslufundur um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars. Jafnframt kynna ungir bændur umhverfisáherslur sínar.
Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.
Í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mánaðarins er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, skógarbónda á Mýrum í Skriðdal. Gróðursettar hafa verið um 200.000 plöntur og nú er næsta kynslóð farin að sýna skógræktinni áhuga og vinna að grisjun og gróðursetningu.
Skógarauðlindin sem nú er farin að sýna sig á Íslandi er viðfangsefni samsýningarinnar Skógarnytja á Hönnunarmars 2018. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein skipuleggur viðburðinn í samvinnu við Skógræktina og fjölda hæfileikaríkra hönnuða.
Nýtt tölublað fréttabréfs norskra jólatrjáabænda, Den grønne gren, er nýkomið út. Meðal efnis er grein eftir Gorden Haaland, jólatrjáræktarráðgjafa hjá Norsk juletræ, samtökum norskra jólatrjáabænda. Þar er sagt frá heimsókn Tims O-Connors, framkvæmdastjóra bandarísku jólatrjáasamtakanna National Christmas Tree Association (NCTA)