Rætt um iðnvið á Morgunvaktinni
Ísland hefur það umfram flestar aðrar þjóðir að eiga nóg af landi sem
ekki er í notkun og nýta mætti til skógræktar. Timbur verður
aðalhráefnið í lífhagkerfi framtíðarinnar þegar olíu- og kolanotkun
heyrir sögunni til. Iðnviðar má afla bæði með því að nýta afgangsefniu
eins og grisjunarvið og að rækta sérstaka iðnviðarskóga. Þetta var til
umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1.
02.02.2018