Rit Landbúnaðarháskóla Íslands hefur birt samantekt rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu fólks. Sagt er frá mælingum sem benda til þess að brennisteinn í lofti hafi haft áhrif á vetrarskemmdir í furu á Fljótsdalshéraði. Ætla megi að þau áhrif megi rekja til mengunar frá gosinu. Áhrifin voru ekki mjög útbreidd og ollu ekki mælanlegum skemmdum til langframa.
Vera kann að uppgræðslu- og skógræktarsvæðið á Hólasandi norðan Mývatnssveitar megi eiga von á reglulegum sendingum næringarefna úr byggðinni á komandi árum. Talið er að lækka megi kostnað við fráveituframkvæmdir í sveitinni verulega með því að flytja salernisúrgang á Hólasand í stað þess að koma upp dýrum fráveitumannvirkjum með hreinsibúnaði.
Bandaríska landfræðifélagið National Geographic Society hefur nú birt á stuttmyndavef sínum myndbandið sem EUFORGEN gerði á liðnu sumri um nýskógrækt á Íslandi og aðlögun þess efniviðar sem notaður er í nytjaskógrækt hérlendis. Birting efnis á þessum vef ber ekki einungis vott um gæði myndbandsins heldur einnig vægi umfjöllunarefnisins.
Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagurinn verður helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti og fer fram á ensku. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Auglýst er eftir erindum fyrir síðari dag ráðstefnunnar sem fram fer á íslensku.
Sherry Lynne Curl, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni á Egilsstöðum, varð bráðkvödd aðfaranótt laugardagsins 30. desember.