Nýsjálendingar vilja gróðursetja 100 milljónir trjáa árlega
Ný ríkisstjórn Nýja-Sjálands vill gera samfélagið grænna með því að gróðursettar verði á hverju ári 100 milljónir trjáplantna í landinu. Þannig megi tryggja næga sjálfbæra orku fyrir raforkukerfi landisins. Stjórnin vill jafnframt auka framlög til lestarsamgangna og hjólreiðabrauta.
09.02.2018