Tími kominn til að nýta ódýrustu loftslagslausnina
Pistlahöfundur norska blaðsins Nationen um efnahagsmál, skógrækt og landnýtingu bendir á að binda megi kolefni með mun ódýrari hætti í skógi en með fyrirhugaðri niðurdælingu í gamlar olíulindir í Norðursjó. Hann segir kosta 50-100 norskar krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi með skógrækt en að lágmarki 200-1700 krónur með niðurdælingunni.
19.10.2020