Birkifræsöfnun að hefjast
Skógræktin tekur þátt í átaki til söfnunar og sáningar á birkifræi nú í haust með sama sniði og í fyrra. Átakið er skipulagt með Landgræðslunni í samvinnu við nokkur samtök og fyrirtæki. Öfugt við síðasta ár er mest fræ að finna norðan- og austanlands en minna á Suður- og Vesturlandi. Alls staðar er fólk þó hvatt til að fara út og leita því lengi má finna fræ þótt ekki sé metár á öllum svæðum.
13.09.2021