Áhuginn á heimsráðstefnu IUFRO aldrei meiri
Ríflega fimm þúsund útdrættir hafa verið sendir inn til birtingar í tengslum við 26. heimsráðstefnu IUFRO sem fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní á næsta ári. Þetta sýnir að áhuginn hefur aldrei verið meiri á ráðstefnunni í gervallri sögu IUFRO. Dr. Elena Paoletti, formaður vísindanefndar IUFRO, segist himinlifandi að sjá svona marga útdrætti. Það fullvissi skipuleggjendur ráðstefnunnar um að í boði verði vísindaleg dagskrá í hæsta gæðaflokki og árangur ráðstefnunnar eftir því.
13.09.2023