Á nýrri vefsjá yfir götutré New York borgar í Bandaríkjunum má nú skoða hvert einasta tré sem borgaryfirvöld hafa umsjón með við götur og torg. Í ljós kemur að þjónusta eins trés getur verið metin á mörg hundruð dollara á hverju ári.
Baráttuhópurinn París 1,5 sem berst fyrir því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar vegna Parísarsamkomulagsins skorar á þá stjórnmálaflokka sem mynda munu nýja ríkisstjórn að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi. Skógrækt er meðal þeirra mótvægisaðgerða sem hópurinn mælir með.
Í Vallanesi á Héraði er að verða tilbúið fyrsta húsið sem vitað er til að sé reist eingöngu úr íslensku timbri. Í húsið eru aðallega notaðar aspir sem uxu í Vallanesi en einnig lerki og greni. Sami efniviðurinn er notaður í innréttingar og húsgögn.
Ráðstefna um endurnýtingu fosfórs í landbúnaði,  Malmö 27.-28. okt. 2016 Fyrst, aðeins um fosfór: Fosfór er lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir allar lífverur. Án fosfórs, ekkert DNA, ekkert líf. Fosfór er því einstakt næringarefni. Það er nóg...
Mótmæli tveggja ellefu ára stúlkna urðu til þess að tryggja framtíð skóglendis í Grafarholti í Reykjavík. Trjálundurinn Sæmundarsel við Reynisvatn verður nú felldur út sem mögulegt byggingarland og fær því væntanlega að þjóna íbúnum, meðal annars sem útikennslustofa skólabarna.