Einær lúpína sem græðir upp land og gefur verðmæta uppskeru
Lupinus mutabilis er einær lúpínutegund frá Suður-Ameríku sem notuð hefur verið lengi í Andesfjöllunum til ræktunar fóðurs og matvæla. Landgræðslan tekur nú þátt í evrópsku þróunarverkefni þar sem kannað verður hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hérlendis verður athugað hvort tegundin getur vaxið á rýru landi og nýst til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.
30.11.2016