Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, tekur jólatré sitt úr eigin skógi en á bágt með að velja fallegustu trén til þess. Í Sögum af landi á Rás 1 á sunnudag ræddi hann umhverfisáhrif jólatrjáa og benti á að minnst væru áhrifin ef fólk tæki tréð úr garðinum hjá sér enda sótspor trjánna því stærra því lengra sem þyrfti að flytja það.
Á fundi framkvæmdaráðs Skógræktarinnar sem haldinn var 13. desember var meðal annars kynnt ný handbók með samræmdu vinnulagi fyrir skógræktarráðgjafa. Rætt var um fjárhagsáætlun, landupplýsingakerfi, 50 ára afmæli skógræktarrannsókna á Mógilsá, útlit stofnunarinnar og fleira.
Út er komið fyrsta dagatal hinnar nýju stofnunar, Skógræktarinnar. Ákveðið var að helga dagatalið skógarbændum í tilefni af sameiningu skógræktarstofnana ríkisins sem gengur endanlega í gegn nú um áramótin. Þjónusta og samstarf við skógarbændur er einn stærsti og mikilvægasti þátturinn í starfsemi Skógræktarinnar.
Á Ytra-Lóni á Langanesi hafa margir kílómetrar af skjólbeltum verið ræktaðir og þrífast vel. Skógrækt er þar á fjörutíu hekturum og þokast þrátt fyrir áföll. Fjallað er um búskapinn á Ytra-Lóni í Bændablaðinu.
Smíði þjónustuhúss í Laugarvatnsskógi miðar vel. Bálskýlið, sem er stærsti hluti byggingarinnar, er nú risið og þessar vikurnar er unnið að smíði húss yfir snyrtingar.