Þróun gróðursamfélaga við Heklu
Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur talar um þróun gróðursamfélaga í Hekluhraunum og nágrenni í erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags sem haldið verður í náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 30. janúar. Greint verður frá helstu niðurstöðum gróður- og jarðvegsrannsókna við Heklu sem fram fóru sumarið 2015 og 2016 með vettvagnsathugunum og fjarkönnunargögnum.
27.01.2017