Japanar réðust í mikla gróðursetningu trjáplantna vítt og breitt um landið að lokinni síðari heimsstyrjöldinni. Nú er kominn uppskerutími í þessum skógum en sárlega vantar kunnáttufólk til starfa. Skólum sem kenna skógmenntir fjölgar hratt í landinu.
Á fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunni um skógarborgir sem haldin var í Shenzhen í Kína í lok nóvember var samþykkt yfirlýsing með nokkrum markmiðum og aðgerðum til að auka trjárækt í borgum og flétta trjárækt inn í skipulag. Frá þessu segir meðal annars í nýútkomnu fréttabréfi IUFRO.
Nýstárleg sjö hæða timburbygging í Amsterdam í Hollandi hlaut titilinn besta bygging ársins 2016 þegar verðlaunin World Architechture News Residential voru veitt. Byggingin er rúmgóð og hátt til lofts á hverri hæð. Auðvelt er að innrétta hana bæði sem atvinnu- og íbúðarhúsnæði.
Í morgun hófst tveggja daga námskeið hjá Skógræktinni um landupplýsingavinnslu í ArcGIS-kerfinu. Námskeiðið er einkum ætlað skógræktarráðgjöfum Skógræktarinnar sem starfa vítt og breitt um landið. Þátttakendur í námskeiðinu sitja nú á sjö stöðum á landinu og fylgjast með gegnum nýtt fjarfundakerfi Skógræktarinnar. Þetta sparar tíma, fé og fyrirhöfn en dregur líka úr koltvísýringslosun.
Skógræktarjörðin Brekkugerði Fljótsdal er til umfjöllunar í nýju tölublaði Bændablaðsins. Í Brekkugerði felst hefðbundinn vinnudagur á vetrum í gjöfum kvölds og morgna, grisjun skógar um miðjan dag og svo er farið á hestbak