Tryggja þarf framlög
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu sína um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmálum. Í skýrslunni segir meðal annars að miklir möguleikar séu á að binda kolefni í jarðvegi og gróðri á Íslandi á hagkvæman hátt. Tryggja þurfi fjárframlög til landgræðslu og skógræktar og horfa á fjölþætt vistfræðileg og samfélagsleg markmið skógræktar og landgræðslu.
02.03.2017