Skógur er besta fjárfestingin sem í boði er á breskum fjármálamarkaði um þessar mundir að mati breska blaðsins Financial Times. Timbursala getur gefið mikið í aðra hönd úr skógi sem kostar álíka mikið og lítil íbúð í Lundúnum. Meðan stöðnun ríkir og jafnvel hnignun á helstu fjárfestingarsviðum í Bretlandi bendir margt til þess að mikil arðsemi sé af skógi og hún muni vaxa á komandi árum.
Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu, sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu. Allur ágóði rennur til göngustígagerðar á vegum Vina Þórsmerkur.
Fyrir liggur samkomulag milli Skógræktarinnar og Þingvallaþjóðgarðs um meðferð skóga og trjálunda í þjóðgarðinum. Ekkert hefur verið ákveðið um að fella skuli öll grenitré í nágrenni Valhallarreitsins. Starfshópur verður skipaður sem vinni stefnumótandi áætlun um þessi efni.
Stuttur pistill með undirskriftinni „Ragnheiður“ birtist í dag í Velvakanda Morgunblaðsins þar sem vakin er athygli á þeirri stefnu Þingvallanefndar og þjóðgarðsvarðar að fella grenitré í grennd við blettinn þar sem Hótel Valhöll stóð. Tíunduð er gagnsemi nokkurra plöntutegunda sem sýnt hafi ótrúlega aðlögunarhæfni á Íslandi og bæti, breyti og fegri ásýnd landsins.
Skógarauðlindasvið Skógræktarinnar stendur þessa dagana fyrir fundum með bændum vítt og breitt um landið. Markmið fundanna er bæði að upplýsa bændur og heyra viðhorf þeirra og væntingar, kynnast og mynda tengsl.