Grein eftir Brynjar Skúlason í ritinu Forest Pathology
Ritrýnd vísindagrein eftir Brynjar Skúlason, skógfræðing og sérfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, er komin út í febrúarhefti vísindatímaritsins Forest Pathology. Í greininni fjallar Brynjar um tilraunir með ýmis kvæmi fjallaþins í jólatrjáarækt í Danmörku og á Íslandi. Brynjar ver í næsta mánuði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um rannsóknir sínar á fjallaþin.
27.02.2017