Íslenska birkið komið á útþenslustig
Áætlað er að nýliðun birkis á Íslandi nemi 130 km2 frá árinu 1989 til 2012. Nýliðun skiptist ójafnt á landshluta og samsvarar það að nokkru leyti misjafnri hækkun sumarhita eftir landshlutum á sama tímabili. Sambærileg samsvörun við misjafnan samdrátt í sauðfjárstofninum á árabilinu 1989 til 2012 reyndist minni þótt leitnin væri í sömu átt. Þetta kemur fram í vísindagrein í Náttúrufræðingnum sem nýkominn er út.
12.01.2017