Vistgerðarhluti verkefnisins Natura Ísland verður kynntur á málþingi  sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík 17. mars kl. 13-16. Einnig verður opnuð kortasjá um vistgerðir landsins.
Frestur til að skrá þátttöku sína á Fagráðstefna skógræktar 2017 rennur út 8. mars. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 22.-24. mars 2017. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá sér um ráðstefnuna að þessu sinni og fagnar um leið fimmtíu ára afmæli sínu. Þema ráð­stefn­unn­ar tengist skógræktar­rannsókn­um fyrr og nú undir kjörorðunum „Með þekkingu ræktum við skóg“.
Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er nú óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Samkvæmt frumvarpinu verður skógrækt á lögbýlum felld inn í heildarlög um skógrækt og gerð verður landsáætlun í skógrækt.
...
Mikill snjór er nú við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá eins og víðar í landshlutanum. Starfsfólkið á Mógilsá tekur snjónum fagnandi og góðviðrið eftir snjókomuna miklu hefur verið nýtt til skíðagöngu um svæðið og jafnvel til og frá vinnu.