Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar á þessu ári hálfrar aldar afmæli sínu. Afmælinu verður fagnað með tvennum hætti á árinu, annars vegar með Fagráðstefnu skógræktar sem hófst í morgun í Hörpu í Reykjavík og hins vegar með hátíð á Mógilsá í ágústmánuði þegar fimmtíu ár verða liðin frá vígslu stöðvarinnar.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, vill örva atvinnulífið til kolefnisbindingar með skógrækt. Hún segir að með aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um loftslagsmál sem von er á fyrir árslok megi búast við auknum framlögum til skógræktar. Ráðherra kom í opinbera heimsókn til Skógræktarinnar í gær á alþjóðlegum degi skóga.
Starfstöðvar Skógræktarinnar sem eru á tólf stöðum vítt og breitt um landið verða lokaðar á fimmtudag og föstudag, 23. og 24. mars, vegna Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hörpu í Reykjavík
Viður sem fenginn er með sjálfbærri skógrækt er endurnýjanleg orkuauðlind. Heimili sem ekki búa við hitaveitu geta sparað stórfé á hverju ári með því að nýta heimafenginn við sem orkugjafa í stað rafmagns. Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars er helgaður skógum og orku hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Skógræktin gefur út nýtt myndband í tilefni dagsins.
Með fréttatilkynningu frá alþjóðlegu skógrannsóknarmiðstöðinni CIFOR sem send er frá Bogor í Indónesíu og Næróbí í Kenía er miðlað ákalli frá vísindamönnum um að mannkyn endurmeti þau áhrif sem tré hafa á hringrás vatns í náttúrunni og loftslagið...