http://us5.campaign-archive1.com/?u=fdae778a6e3f84ad568364a0d&id=aa494baacd&e=8f94f9c4dc...
Landssamtök skógareigenda æskja þess að miðlun rannsóknarniðurstaðna um skóga og skógrækt verði aukin og að gögn um samningsbundnar skógræktarjarðir verði gerðar aðgengilegar á vefnum jord.is. Nýverið héldu samtökin fyrsta samráðsfund sinn með Skógræktinni um nytjaskógrækt á bújörðum.
Skógur hefur bein áhrif á vatnsbúskap og loftslag þar sem hann vex. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að þau áhrif skóga að jafna hringrásir vatns og hitasveiflur eiga ekki eingöngu við um meginlönd heldur eru þessi áhrif líka staðbundin....
Fagráðstefnu skógræktar lauk í dag í Hörpu í Reykjavík. Aldrei hafa fleiri setið ráðstefnuna en skráðir þátttakendur voru hartnær 150 talsins. Rauður þráður í ráðstefnunni var að efla þyrfti fræðslu um skógrækt, vekja áhuga ungs fólks á skógfræði og öðru skógartengdu námi og blanda blóði við aðrar fræði- og faggreinar.
Ráðherra skógarmála, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, flytur ávarp við upphaf Fagráðstefnu skógræktar sem hefst í Hörpu í Reykjavík í dag. Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá hefur umsjón með Fagráðstefnunni á afmælisári sínu því nú er hálf öld liðin frá því að stöðin á Mógilsá tók til starfa.