Greinilegur munur sást á plöntuvali móhumlu fyrri og seinni hluta sumars í athugun sem gerð var á tveimur stöðum á Suðvesturlandi, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn. Um þetta má lesa í grein eftir Jonathan Willow sem komin er út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.
Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps hefur fest kaup á útkeyrsluvél finnskrar gerðar sem hentar vel í ungum skógum þar sem unnið er að millibilsjöfnun og fyrstu grisjun. Armur vélarinnar nær 4,2 metra en að auki er á vélinni spil til að draga bolina að.
Nær allir starfsmenn Skógræktarinnar komu í síðustu viku saman á Hótel Kjarnalundi í Kjarnaskógi. Farið var yfir hvernig til hefði tekist með hina nýju stofnun og ýmis mál reifuð. Að sjálfsögðu voru líka skoðaðir eyfirskir skógar.
Skógarbændur fá um þessar mundir fræðslu um notkun GPS-forrita til kortlagningar gróðursetningarsvæða. Tvö örnámskeið um þessi efni voru haldin á Egilsstöðum á föstudag.
Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, lét eftir sig gott safn ljósmynda frá starfsferli sínum sem hafa að geyma verðmætar heimildir um skóga landsins og skógræktarstarfið. Börn Sigurðar hafa nú afhent Skógræktinni safnið til varðveislu og notkunar. Þar með á Skógræktin gott safn ljósmynda frá fyrstu öld skógræktar á Íslandi því forverar Sigurðar voru einnig duglegir að taka ljósmyndir.