Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir að ríkið eigi að ganga á undan í umhverfismálum með góðu fordæmi og hún er tilbúin af endurvekja kolefnisjöfnun vegna starfsemi ráðuneytanna sem var hætt fyrir 7 árum. Þetta kom fram í Speglinum í Útvarpinu í gærkvöld.
Vísbendingar eru um að birkikemba geti valdið talsverðu tjóni á birkitrjám á sunnan- og vestanverður landinu í sumar að því er fram kemur í frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Erling Ólafsson skordýrafræðing. Erling vitjaði gildra við Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá í gær.
Uppgræðsla auðna á hálendi Íslands gæti breytt veðurfari á Íslandi og gert landið vænlegra til búsetu og ræktunar. Á lokaráðstefnu verkefnisins Veljum Vopnafjörð í síðustu viku hvatti Egill Gautason, B.Sc. í búvísindum, til þess að gerðar yrðu grundvallarbreytingar í landnýtingarmálum
Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 2. maí var rætt við Lárus Heiðarsson, skógfræðing og skógræktarráðunaut hjá Skógræktinni um mikinn trjávöxt undanfarin ár. Sýnt er dæmi um sitkagreni á Héraði sem óx 70 sentímetra síðasta sumar. Útlit er fyrir góðan vöxt í sumar, ekki síst á stafafuru sem tekur út góðan vöxt ef sumarið á undan var gott.
Brynjar Skúlason, skógerfðafræðingur og sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, varði á föstudaginn var doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla.