Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar laugardaginn 13. maí. Farþegar þess verða hinir fyrstu sem gefst kostur á að kaupa tré til að kolefnisjafna ferðalag sitt til Akureyrar.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. maí, rekur Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, sögu trjáplöntuuppeldis í Kjarnaskógi sem hófst fyrir sjötíu árum.
Skógræktin lenti í sjöunda sæti af 86 ríkisstofnunum með 50 starfsmenn eða fleiri í valinu á stofnun ársins 2017. Stofnunin er vel yfir meðallagi í öllum þeim þáttum sem spurt var um í könnuninni.
Alþingi tók í gær til umræðu stjórnarfrumvarp til nýrra laga um skóga og skógrækt, þingskjal 538 - 470. mál. Þingmenn sem tóku til máls töldu mikilvægt að auka framlög til skógræktar enda væri þetta hagkvæm leið til kolefnisbindingar upp í skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu.
Skógræktin efndi fyrir skömmu til upplýsingafundar með framleiðendum skógarplantna þar sem farið var yfir ýmislegt sem þurft hefur að samræma í landshlutunum við nytjaskógrækt á lögbýlum eftir að stofnanir sameinuðust í Skógræktina. Skógarplöntuframleiðendur gagnrýna að útboð séu aðeins gerð til þriggja ára í senn. Þeir vilja lengri samninga og einfaldari útboð til að treysta rekstrargrundvöll sinn.