Í tilefni af evrópsku skógarvikunni sem fram fer í Varsjá 9.-13. október í haust hefur verið hleypt af stokkunum myndlistarsamkeppni fyrir 5-19 ára börn og unglinga. Keppninni er ætlað að vekja athygli ungs fólks á skógum Evrópu og þeim gæðum sem skógarnir veita.
Á tilraunanámskeiði í skógarleiðsögn sem haldið var í síðustu viku í Ólaskógi í Kjós fór Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktarinnar, yfir hugmyndafræði sína um skógarleiðsögn og skógartengt útinám. Í undirbúningi er diplómanám í skógarleiðsögn og margvísleg önnur skógarfræðsla sem rekin verður undir heitinu Skógarskólinn.
Í nýjustu útgáfunni af íslenska vefvafranum Vivaldi hefur leitarvélinni Ecosia verið bætt við. Með notkun Ecosia-leitarvélinni geta notendur vafrans þar með stutt við skógræktarverkefni víðs vegar um heiminn. Einkum er beint sjónum að svæðum þar sem umfangsmikil skógareyðing hefur orðið. Bændablaðið segir frá þessu.
Um 39% sauðfjárbænda segjast hafa stundað skógrækt í einhverri mynd í könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert meðal félagsmanna sinna. Flestir vilja þeir auka skógrækt sína. Helmingur þeirra sem ekki hafa ræktað skóg hingað til segist hafa áhuga á því.
Skógræktarstjóri vonar að með sölunni á kyndistöð Skógarorku á Hallormsstað séu komnar forsendur til að eðlilegur markaður þróist á Héraði með viðarkurl.