Birki blómgast sem aldrei fyrr í Hekluskógum og má búast við miklu fræi í haust ef það nær að þroskast. Frá þessu segir í nýrri frétt á vef Hekluskóga. Vel hafi gengið að gróðursetja og landeigendur og verktakar unnið hörðum höndum að gróðursetningu víða um svæðið enda skilyrði til gróðursetningar með besta móti og jörð frostlaus langt inn til fjalla.
Umfangsmikil skógrækt er stunduð í heiminum í því augnamiði að vernda vatnsauðlindir. Skógivaxin vatnasvið og votlendissvæði eru uppspretta þriggja fjórðu alls ferskvatns á jörðinni. En hvað kemur það Íslendingum við? Skógur stuðlar að betra næringarástandi í sjónum og þar með að kolefnisbindingu í sjó.
Ný rannsókn á samfélagi trjáa í norðausturhluta Bandaríkjanna hefur vakið athygli vistfræðinga. Skógarþekjan hefur undanfarna þrjá áratugi verið að þoka sér vestur á bóginn, að talið er vegna loftslagsbreytinga. Þessi stefna skógarins er þó að stærstum hluta þvert á það sem vistfræðingar töldu að myndi gerast. Um þetta er fjallað í nýútkomnu tölublaði Bændablaðsins.
Tree-ring information and climate response data were applied to investigate the potential of the Carpathian Mountains to influence tree-growth patterns. Recent studies reveal the importance of constructing a dense spatial network of oak tree-ring chronologies in this area...
„Það hefur orðið mikill samdráttur í ræktun á skógum. Eftir hrunið varð mikill samdráttur og það hefur ekki komið aftur.“ Á þetta benti Katrín Ásgrímsdóttir í Sólskógum í mjög góðri umfjöllun Landans í Sjónvarpinu í gær. Katrín á von á mjög fallegu sumri eftir góðan vetur.