Víða ber nú mjög á brúnleitu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Sökudólgurinn er birkikemba sem herjar á birkið en þess má vænta að trén nái sér fljótlega og verði græn á ný enda fara lirfur kembunnar að púpa sig.
Skógræktin sendir annað árið í röð tíu manna lið til leiks í hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon. Tíu manna liðin verða ræst við Egilshöll í Reykjavík kl. 19 í kvöld. Ágóðinn af áheitasöfnun keppninnar í ár rennur til Landsbjargar.
Skógareldar geta kviknað af bæði náttúrlegum orsökum og af mannavöldum. Margar trjátegundir treysta á skógarelda til endurnýjunar en í þéttbýlum löndum á maðurinn líklega sök á flestum skógareldum. Með góðri skógarumhirðu og skógarnytjum má draga úr hættunni.
Veiðifélag Hvammsár og Sandár í Þjórsárdal óskar eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Sandá í Þjórsárdal fyrir árin 2017 til 2020. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út mánudaginn 26. júní.
Laugardaginn 24. júní verður hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, haldinn í Hallormsstaðaskógi. Formleg dagskrá hefst í Mörkinni kl. 13 en klukkutíma fyrr hefst 14 km hlaup um skógarstíga og skógarhöggskeppni.