Nýlega var á ferð hér á landi kynningarstjóri EUFORGEN, samstarfs um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, ásamt tveimur kvikmyndagerðarmönnum. Þau söfnuðu efni í myndband um það starf sem Skógræktin vinnur að til að kynbæta efnivið til skógræktar á skóglausu landi.
Á 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar árið 1962 gaf Skógræktarfélag Eyfirðinga bænum trjábelti í brekkunni ofan Eyjafjarðarbrautar frá afleggjaranum upp í Kjarnaskóg og norður að Lækjarbakka sem stóð til móts við syðstu byggingarnar á flugvellinum. Í beltinu er sitkabastarður mest áberandi. Það var lengi af stað en verður nú glæsilegra með ári hverju.
Í sænska bænum Piteå, sem er á svipaðri breiddargráðu og Akureyri, hefur með nýsköpunarfyrirtækinu SunPine verið sýnt fram á að framleiða megi í stórum stíl endurnýjanlegt eldsneyti á hefðbundna bíla og nota til þess aukaafurðir frá skógariðnaðinum. Með notkun dísils sem blandaður er til helminga með slíku eldsneyti minnkar koltvísýringsútblástur bíls um allt að 46%.
Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá fagnar 50 ára afmæli sínu í sumar. Afmælinu verður fagnað með skógar- og fræðsluhátíð á Mógilsá sunnudaginn 20. ágúst.
Mannkynið á skógum að þakka tilvist sína. Áður en skógar tóku að vaxa á jörðinni var magn koltvísýrings í lofthjúpi jarðar fimmtán sinnum meira en nú og við þær aðstæður hefði stór hluti þeirra lífvera sem nú lifa á jörðinni ekki getað þrifist. Skógarnir bundu kolefnið og lofthjúpurinn breyttist. Skógarnir voru auðvitað ekki einir að verki því allar ljóstillífandi lífverur svo sem gróður á landi og þörungar í sjó áttu sinn þátt í að búa í haginn fyrir okkur mennina.