Trjám verður gert hátt undir höfði á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem haldin verður í 25. sinn dagana 10.-13. ágúst. Tuttugu og tveir handverksmenn og -konur skiptu á milli sín heilu birkitré og unnu úr því 400 hluti. Sýning á verkunum verður opnuð á sunnudag og verður opin fram yfir Handverkshátíðina.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að alþjóðlegur dagur skóga 2018 verði helgaður skógum og sjálfbærum borgum. Þarnæsta ár, 2019, verður sjónum beint að skógum og menntun.
Fyrir nokkru kom út fyrra tölublað ársins af Skógræktarritinu, riti Skógræktarfélags Íslands. Í ritinu er að þessu sinni fjallað um 50 ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá, Skrúðgarðinn á húsavík, Bolholtsskóga á Rangárvöllum og margt fleira áhugavert.
Bændur ættu að leika stórt hlutverk í þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til gegn loftslagsvandanum. Af því að við eigum mikið land til að bæta höfum við mörg ráð gegn loftslagsvandanum, að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu, græða upp land, rækta skóg, endurheimta votlendi og efla sjálfbærni. Styðja mætti við byggð í sveitum landsins með því að fela bændum hlutverk við kolefnisbindingu með landgræðslu og skógrækt.
Jógvan Hansen og Pálmi Sigurhjartar flytja lög Jóns Sigurðssonar á tónleikum sem haldnir verða í trjásafninu á Hallormsstað sunnudaginn 23. júlí kl. 14.