Hópi fræðimanna frá nokkrum löndum hefur nú tekist að tímasetja með nokkurra mánaða nákvæmni eldsumbrot í Kötlu sem urðu á fyrri hluta níundu aldar. Aldursgreiningin fékkst með rannsóknum á leifum trjáa sem féllu vegna gossins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Mógilsá, er meðal höfunda greinar um efnið.
Flest bendir til þess að franski gróður­setningarmaðurinn Antoine Paul Didier Michalet hafi sett Íslandsmet í gróður­setn­ingu trjáplantna miðvikudaginn 28. júní þegar hann setti niður rétt rúmar sex þúsund plöntur í jarðunnið land á Valþjófs­stöðum í Núpa­sveit. Gróðursetningin tók um fimmtán klukkustundir með hvíldum.
Skógardagurinn mikli var haldinn í 13. sinn á Hallormsstað á laugardaginn var. Í þetta sinn komu milli sex og sjö hundruð manns í skóginn. Það er nokkru færra en venjulega enda fremur svalt í veðri þennan dag og úrkomu­samt um morguninn þótt úr rættist þegar dagskráin hófst eftir hádegið. Sigfús Jörgen Oddsson varð Íslandsmeistari í skógarhöggi og í skógarhlaupinu sigruðu þau Elva Rún Klausen og Birkir Einar Gunnlaugsson.
Ný rafræn timburmiðlun á vefnum gerir finnskum skógareigendum nú kleift að færa alla verslun með timbur úr skógum sínum í einn farveg. Gert er ráð fyrir að þegar Finnar flykkjast í sumarfrí í júlímánuði hafi ein milljón rúmmetra af timbri verið seld með þessum hætti þótt vart verði tveir mánuðir liðnir frá því að þjónustan hófst.
Skógræktin auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Egilsstöðum. Starfið heyrir undir rekstrarsvið Skógræktarinnar.