Líkt og fyrri ár óskar Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá eftir upplýsingum frá fólki um ástand skóga þar sem fólk á leið um, sérstaklega ef einhver óværa sést á trjánum. Einnig má gjarnan láta vita ef sést til ertuyglu á lúpínu.
Á sameiginlegum fundi nefndar Evrópusambandsins um skóga og skógariðnað ásamt Evrópuráði FAO um skógarmál, EFC, sem haldinn var í Rovaniemi í Finnlandi 2013 samþykktu aðildarlöndin svokallaða Rovaniemi-aðgerðaráætlun um skógargeirann í grænu hagkerfi. Í áætluninni er...
Töfrastaðir eru fé­lags­skap­ur sem fékk út­hlutað átta hekt­ara landi við Þor­láks­höfn fyr­ir verk­efnið Sand­ar suðurs­ins. Verk­efn­inu er ætlað að tengja fólk nátt­úr­unni og stuðla að auk­inni um­hverfis­vit­und. Haldn­ar verða fræðslu­hátíðir, viðburðir og svæðið hannað til að kenna gest­um á meðan þeir njóta um­hverf­is­ins. Á kennslu­svæðum verður hægt að fræðast um fjöl­breytt­ar aðferðir við rækt­un.
Svo virðist sem franski gróðursetningar­kappinn Antoine Michalet hafi ekki sett Íslandsmet í gróðursetningu eins og greint var frá hér á skogur.is í síðustu viku. Rifjað hefur verið upp að tveir vaskir menn gróðursettu vel á sjöunda þúsund plantna við Mosfell á sælum sumardegi 1992.
Á fallegum degi síðla í júnímánuði lögðu nokkrir starfsmenn Skógræktarinnar hönd á plóginn við smíði nýs bál- eða grillskýlis í þjóðskóginum Haukadal. Nýja skýlið er inni í Hákonarlundi og er ramm­gerðara en eldra skýli sem hrundi undan snjó fyrir nokkru.