Möguleikar kunna að vera til skógræktar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu. Samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er að aukast mjög og skógræktarstjóri segir að eitt meginmarkmiða skógræktar á landgræðslusvæðum verði að binda koltvísýring.
Einstök tíðin í haust og byrjun vetrar hefur nýst vel til ýmissa verka á skógarbýlinu Silfrastöðum í Akrahreppi. Þar hefur meðal annars verið unnið að slóðagerð í skóginum sem nauðsynleg er til að grisja megi skóginn á næstu árum og til frekari timburnytja í fyllingu tímans. Rætt er við Hrefnu Jóhannesdóttur, skógfræðing og skógarbónda, á baksíðu Morgunblaðsins í dag.
Í nýjustu heimsskýrsla FAO um skóga, Global Forest Resources Assessments report, sem kom út í fyrra, segir meðal annars að í ræktuðum skógum sé að verða til timburauðlind sem muni hafa mikið að segja um viðar- og...
Fólki sem starfað hefur við skógrækt en ekki menntað sig í greininni býðst nú raunfærnimat hjá Austurbrú sem stytt getur námstíma þess í skógræktarnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Matið styrkir starfsmanninn í starfi og getur leitt til starfsþróunar.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður í janúar námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.