Fyrirhugað framkvæmdasvæði Brúarvirkjunar einkennist af gróskumiklu votlendi og skóglendi sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin myndi hafa neikvæð áhrif á ásýnd og landslag.
Fosfór er ómissandi næringarefni sem við getum ekki án verið. Fosfórnámur heimsins eru að tæmast og mikið fer til spillis af efninu í virðiskeðjunni. Bætt nýting fosfórs er einn undirstöðuþátturinn í hringrásarhagkerfinu og um þessi efni verður rætt á fyrstu norrænu fosfórráðstefnunni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í lok október.
Jón Þór Birgisson skógfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá Skógræktinni til að sinna nytjaskógrækt á lögbýlum á Suðurlandi. Hann leysir Hörpu Dís Harðardóttur af sem tekur sér ársleyfi frá störfum.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóriskrifar grein í Morgunblaðinu í dag í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem var á föstudag. Þar ræðir hann ásýnd borgarfjalls Íslendinga, Esju, þar sem nú eru uppi ráðagerðir um kláfferju
Fjórir sóttu um stöðu skógræktarráðgjafa á Vesturlandi sem Skógræktin auglýsti laust til umsóknar fyrir skemmstu. Hlynur Gauti Sigurðsson hefur verið ráðinn í starfið.