Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands lauk á Djúpavogi í dag. Ályktað var um eflingu skógræktar með því markmiði að á næstu 5 árum verði gróðursettar átta milljónir trjáplantna árlega.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra vill auka skógrækt á skóglausum svæðum til að gera þau vænni til búsetu. Hún flutti ávarp við upphaf aðalfundar Skógræktarfélags Íslands sem nú stendur yfir á Djúpavogi.
Umsóknarfrestur um stöðu sviðstjóra rannsókna hjá Skógræktinni rann út á mánudag, 29. ágúst. Þrír sóttu um stöðuna.
Óvenjumikið er nú um ryðsvepp á ösp í uppsveitum Suðurlands. Asparglytta og birkikemba halda áfram að breiðast út í landshlutanum. Fjölgun „ryðfrírra“ asparklóna er hafin á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Else Möller, skógfræðingur á Akri í Vopnafirði, gefur góð ráð um ágústverk jólatrjáabóndans. Nú er upplagt velja trén sem seld verða fyrir jólin.