Fyrsta starfsmannahúsið sem Skógræktin reisti í Þjórsárdal árið 1962 hefur nú verið endurnýjað að utan og klætt með greni úr skóginum.
Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag alaskaösp við Hákot í Grjótaþorpi í Reykjavík tré ársins. Öspunum í borginni er þakkað hve skjólsælt er orðið þar víða.
Sól og blíða og 20 stiga hiti var í Kristnesskógi í Eyjafirði í gær þegar þar var formlega vígður nýr stígur sérstaklega  hannaður með þarfir fatlaðra í huga. Við athöfnina var vitnað í Hippókrates lækni sem lýsti þvi fyrir 2.400 árum að skógur og falleg náttúra bætti gróanda hjá fólki og hefði jákvæð heilsufarsáhrif.
Molta úr jarðgerðarstöð Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði. Birkiplöntur sem settar voru í moltublandaða mold sýna t.d. minni merki um birkiryð en jafngamlar plöntur í hefðbundinni mold.
Framkvæmdum er nú að mestu lokið við lagningu 330 metra malbikaðs skógarstígs í Kristnesskógi í Eyjafirði. Stígurinn verður formlega opnaður þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15. Fulltrúar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, Sjúkrahússins á Akureyri og Skógræktarinnar flytja ávörp við opnunina.