Tunguskógur er Opinn skógur
Tunguskógur í Tungudal, skammt innan við byggðina á Ísafirði, er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Í skóginum eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Löngum hefur verið vinsælt að fara „inn í skóg“ á sumrin í gönguferðir, berja- og sveppatínslu. Tunguskógur hefur verið kynntur undir merkinu Opinn skógur frá árinu 2004. Verkefnið Opinn skógur hefur bætt aðgengi og aðstöðu í fjórtán skógum vítt og breitt um landið.
03.08.2016